Friday, April 13, 2012

Við viljum að að næstu foreldrar haldi áfram með "Leikmannasöguna" á myndasíðu flokks

Við hvetjum ykkur foreldrar sem farið á mótið að taka nú myndir af krökkunum og setja inn á myndasíður hjá flokkunum. Ef þið eruð ekki viss hvernig þetta er gert er bara að láta þjálfara fá myndirnar á USB og þeir koma þeim áleiðis á vefstjóra ÍR Handbolta sem setja þær þá inn fyrir ykkur.

Það gerist ekkert að sjálfu sér, ...þið eruð fréttamenn okkar og skráið sögu ÍR Handbolta með því að taka myndir.

Öllum myndum er hlaðið inn á myndasíður og Facebook ÍR Handbolta í þeim gæðum sem Blog-síður bjóða upp á til þess að leikannasaga flokks myndist í myndum.

Við viljum að að næstu foreldrar haldi áfram með "Leikmannasöguna" á myndasíðu flokks og hlaði inn myndum sem þeir taka af mótum og viðburðum sem leikmenn viðkomandi flokks taka þátt í. 

Myndirnar verða geymdar þar þannig að þegar þessi hópur af krökkunum okkar verður kominn upp í meistaraflokk, þá sjá strákar og stelpur sem eru að byrja að stunda handbolta eftir 10 ár hverjir hafa farið í gegnum þennan 7.- , 6.- , 5- ,........ og upp í meistaraflokk.

Þannig að tilvonandi fyrirmyndir og landsliðsmenn og konur næstu kynslóða "Strákarnir & Stelpurnar okkar" verða hér í myndum á blog-síðum og Facebook ÍR Handbolta.

Myndaalbúm hjá stelpunum inniheldur nú 14 albúm.
https://picasaweb.google.com/irstelpur6fl

Myndaalbúm hjá strákunum inniheldur 23 albúm og er það hér.
https://picasaweb.google.com/114150013007643981679


Myndbönd eiga ekki að fara í þessi albúm, heldur á YouTube rás viðkomandi flokks.

 Við viljum að að næstu foreldrar haldi áfram með "Leikmannasöguna" á myndasíðu flokks
og hlaði inn myndum sem þeir taka af mótum og viðburðum sem leikmenn viðkomandi flokks taka þátt í. 

Tilvonandi fyrirmyndir og landsliðsmenn og konur næstu kynslóða
"Strákarnir & Stelpurnar okkar" verða þá hér í myndum á blog-síðum og Facebook ÍR Handbolta.


No comments:

Post a Comment