Wednesday, September 21, 2011

Foreldrafundur 6 flokks yngra ár

Í kvöld var haldinn foreldrafundur 6 flokks yngri í Ír heimilinu. Helstu atriði fundarins voru þessi.
1. Á fundinum fóru þjálfarar yfir starf vetrarins
2. Unglingaráð (Siggeir og Heimir) fór yfir netsíðu félagsins, bloggsíðu flokksins, starf ráðsins og óskaði eftir áhugasömum foreldrum til að starfa með ráðinu.
3. Foreldraráð fyrir flokkinn var stofnað og eru nöfn þeirra foreldra komin á síðuna.
4. Næsta mót er Reykjavíkurmótið um næstu helgi og kemur liðsskipanin inn á morgun eða föstudag en aðrar upplýsingar er að finna á síðunni undir Æfingar og Mót
5. Helgina 7-9 okt er mót á Akureyri. Farið verður á föstudagsmorgni, þarf að fá frí í skóla fyrir strákana og komið heim á sunnudagskvöldi. Æskilegt er að allir gisti í skólanum og að foreldrar séu með en það er ekki nauðsynlegt. Áætlaður kostnaður vegna mótsins er 19.000 kr, inni í þeim kostnaði er mótskostnaður, máltíðir, gisting og ferðir og fl. en vonandi tekst okkur að gera þetta ódýrara og  lækka kostnaðinn með fjáröflun sem foreldraráð er að skipuleggja og koma frekari upplýsingar í byrjun næstu viku.  Hugmyndin var að leigja rútu með 6 fl. kvenna til að fara norður.  Ef einhver hefur sambönd í þeim geira eða einhverjar hugmyndir um hvað er ódýrast varðandi það að leigja rútu endilega hafið samband við Línu í síma 699-0845 eða einhvern í foreldraráði, nöfn og símanúmer eru á síðunni.  Frekari upplýsingar um mótið koma síðar:)
6. Fararstjórar fyrir mótið á Akureyri verða
1. Ketill Már Júlíusson -  ketillma@gmail.com,  S: 663-8979
2. Erla Sigurþórsdóttir - ers14@hi.is, S: 841-9721
3. Sigurlína Andrésdóttir - sia17@hi.is, S: 699-0845
4. Vilhjálmur þorsteinsson - vilhjalmur.thorsteinsson@olgerdin.is, 665-8298
Endilega ef þið hafið einhverjar tillögur eða hugmyndir um það hvernig við getum gert þetta sem hagstæðast hafið þá samband.

Fyrir þá sem ekki komust á fundinn þá var þessum skjölum dreift á fundinum.
Foreldrafundur 21.9.2011 - Æfingatafla/IR-starfid/Vefstjornun/IR-vorur

No comments:

Post a Comment